Morgunvaktin

Heimsglugginn, vísnakeppni og byggðastefna

Heimsglugginn var á dagskrá þáttarins eftir nokkurt hlé. Bogi Ágústsson fjallaði um erlend málefni. Fjölmiðlafrelsi, njósnir Bandaríkjastjórnar á Grænlandi og átök Indlands og Pakistan voru meðal umfjöllunarefna.

Í mars fór Sigríður Garðarsdóttir í Miðhúsum í Skagafirði með fyrripartana í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga í tengslum við Sæluviku. Margir botnar bárust og höfundar þeirra bestu voru verðlaunaðir við setningu Sæluvikunnar. Sigríður fór með sigurbotnana í dag.

Jónína Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og forseti sveitarstjórnar Múlaþings, kallaði í þingræðu í vikunni eftir byggðastefnu: Við þurfum byggðastefnu sem beinir fólki til landsbyggðanna, ekki frá þeim, sagði hún. Jónína ræddi við okkur.

Tónlist:

Sergio Tiempo - Cello sonata in G minor, op. 65 : Largo.

Svavar Knútur Kristinsson, Kristjana Stefánsdóttir - Fljótið.

Pálmi Gunnarsson - Vegurinn heim.

Frumflutt

8. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,