Morgunvaktin

Velferð iðkenda í íþróttum, framtíð tónlistarskóla og kosningar á Indlandi

Indversk stjórnmál voru einkum til umræðu í Heimsglugga dagsins. Kosningar í þessu fjölmennasta ríki heimsins hefjast í næstu viku, en það tekur nokkrar vikur kjósa þar. Bogi Ágústsson ræddi við Jón Orm Halldórsson alþjóðastjórnmálafræðing um stöðu stjórnmálanna á Indlandi upp úr klukkan hálf átta.

Verndun og velferð barna, unglinga og afreksfólks í íþróttum er til umfjöllunar á ráðstefnu sem fram fer á föstudag og laugardag. Til okkar kom Kristín Birna Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ÍSÍ og fyrrverandi afreksíþróttakona í frjálsíþróttum til ræða hvernig hægt er hlúa betur íþróttaiðkendum.

Í síðasta hluta þáttarins voru málefni tónlistarskóla til umfjöllunar. Um helgina fer fram Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, en hátíðin er haldin um landið allt, enda 80 tónlistarskólar dreifðir alls staðar á landinu. Anna Rún Atladóttir, skólastjóri Tónmenntaskólans í Reykjavík og formaður samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, var gestur okkar í síðasta hluta þáttarins og við ræddum um samfélagið og stöðuna í tónlistarskólum.

Can't buy me love - The Beatles.

Vorið og tómið - Stína Ágústsdóttir.

Gerum okkar besta - Snorri Helgason.

Let Me Sleep - Anna Sóley.

Frumflutt

11. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,