Morgunvaktin

Djúpfalsanir, dönsk tíðindi og gjóðurinn

Með réttu tækninni og svolítilli kunnáttu er á örskotsstundu hægt búa til myndir og myndskeið og blekkja okkur auðveldlega sem kunnum ekki greina falsanir frá raunveruleika. Forsetinn hafði orð á þessu í þingsetningarávarpinu í síðustu viku. Við forvitnuðumst um tæknina og þróunina og spurðum hvort, og þá hvað, hægt er gera til sporna við þessu. Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri Datalab, var gestur.

Við heyrðum tíðindi frá Danmörku þegar Borgþór Arngrímsson kom til okkar. Danir ætla stórauka fjárveitingar til Grænlands samkvæmt nýkynntu fjárlagafrumvarpi þar í landi.

Og svo er það gjóðurinn sem unir sér við rætur Akrafjalls, þar sem nóg er bíta og brenna. Hann prýddi forsíðu Morgunblaðsins í gær en áður höfðu birst myndir af honum annars staðar, m.a. í sjónvarpsfréttum. Myndasmiðurinn, fuglaáhugamaðurinn Sigurjón Einarsson ræddi við okkur.

Tónlist:

Lúdó og Stefán - Ólsen Ólsen.

Lúdó sextett, Stefán Jónsson - Því ekki.

Lúdó og Stefán, Hans Kragh Júlíusson, Elvar Berg Sigurðsson, Berti Möller, Stefán Jónsson - Átján rauðar rósir.

Ríó tríó - Ég þig snemma dags.

Potter, Chris - Eagle's point.

Frumflutt

17. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,