Morgunvaktin

Jarðhitaskóli GRÓ, Úganda og kosningar í Bandaríkjunum

Á um 45 árum hafa tæplega 900 manns lokið námi frá skólanum sem lengi var kallaður Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna en undanfarin ár Jarðhitaskóli Gró. Heimkomið hefur fólkið svo nýtt þekkingu sína við öflun jarðhita og gjörbreytt víða lífsskilyrðum til hins betra. Skólinn er starfræktur hjá ÍSOR en var áður hjá Orkustofnun. Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður Gró, og Bjarni Richter, forstöðumaður Jarðhitaskólans, komu.

Þórhildur Ólafsdóttir í Úganda sagði okkur frá áfengisbölinu í landinu. Það er víðtækt með tilheyrandi vandamálum og hörmungum, en á reyna sporna við unglingadrykkju með íslenskum aðferðum.

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ræddi um úrslit kosninganna í Bandaríkjunum. Demókrötum gekk vel, bæði í borgarstjórnarkosningum í New York og ríkisstjórakosningum í New Jersey og Virginíu.

Tónlist:

Joshua Redman - Manhattan.

Frumflutt

5. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,