Morgunvaktin

Erlend íhlutun, hernaðarmál í Þýskalandi og jarðhitaleit

Til stendur halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið í síðasta lagi árið 2027. Í sambærilegum atkvæðagreiðslum annars staðar undanfarin ár hefur töluvert verið rætt um erlend afskipti, íhlutun. Hvernig er Ísland í stakk búið til takast á við slíkt? Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur og Hulda Þórisdóttir stjórnmálafræðiprófessor ræddu það.

Stjórnvöld í Þýskalandi áforma efla þýska herinn og jafnvel taka upp herskyldu á nýjan leik. Ástæðan er ógnin í austri; Rússland Pútíns.

Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá þessu eftir Morgunfréttir. Hann sagði okkur líka frá umræðum um jafnréttismál sem fram fóru í íslenska sendiráðinu í Berlín á dögunum.

Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um átak í jarðhitaleit, já, það á fara um köldu svæðin svokölluðu og finna heitt vatn til hita hús sem eru kynnt með olíu eða rafmagni. Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá Ísor, ræddi við okkur.

Tónlist:

Aretha Franklin - A brand new me.

Aretha Franklin - Day dreaming.

Lale Anderson - Lili Marlene.

Lale Anderson - Südwind - Westwind.

Lale Anderson - Du Bist mein erster Gedanke.

Frumflutt

25. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,