Morgunvaktin

Breyttir atvinnuhættir, börn í Úganda og kardinálarnir sem gætu tekið við af páfa

Mikil breyting hefur orðið á atvinnuháttum hér á fáeinum áratugum. Það er ekki mjög langt síðan sjávarútvegur stóð undir meirihluta útflutningstekna þjóðarbúsins en er því spáð hugverkaiðnaður muni skila mestu innan örfárra ára. Við ræddum við Ólaf Eystein Sigurjónsson, prófessor og sviðsforseta tæknisviðs Háskóla Íslands.

Þórhildur Ólafsdóttir var með okkur frá Úganda, og sagði okkur frá því sem hún er mest spurð eftir flutningana: því hvernig börnin hennar hafi aðlagast.

Við fjölluðum líka um þá kardínála sem taldir eru líklegastir til hljóta kjör sem næsti páfi. Umræðan um eftirmann Frans páfa hófst svo segja um leið og veikindi hans spurðust út. Vera Illugadóttir sagði frá.

Tónlist:

Bítlarnir - Julia.

Bítlarnir - Something.

Linntett - Solitude.

New Symphony Orchestra of London - Beau pays (Romance du roi).

Frumflutt

12. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,