Morgunvaktin

Pólitískir skandalar, ávaxtaneysla á niðurleið og sjónskynjun

Bogi Ágústsson spjallaði um erlend málefni þegar hann settist við Heimsgluggann. Hneykslismál í pólitík í Bretlandi og Danmörku voru til umræðu; rannsókn á viðbrögðum breskra stjórnvalda við Covid-19 og njósnamálið svokallaða í Danmörku.

Við forvitnuðumst líka um mannsheilann og hæfileika hans til greina og vinna úr því sem augun sjá. Við erum nefnilega ólík því leitinu til. Á meðan sumt fólk man nánast allt sem það sér getur annað átt í mestu vandræðum með þekkja andlit nákominna. Heiða María Sigurðardóttir prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands hefur rannsakað sjónskynjun og sagði okkur frá.

Og svo eru það melónur og vínber fín. og aðrar krásir trjánna. Það hefur víst dregið úr ávaxtaneyslu landsmanna. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, ráðlagði um dagskammtinn

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Baez, Joan - Silver dagger.

Al Jolson - The Spaniard that Blighted my life

Campos, Lucila - Samba malato.

Frumflutt

2. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,