Hvernig verður kosið í Grindavík, ólga í Búlgaríu og þóknun Rio Tinto fyrir dóm
Það eru tvö ár síðan Grindavík var rýmd. 10. nóvember 2023 bjuggu um 3.800 í bænum. Nú eru á níunda hundrað skráðir með lögheimili í Grindavík þó að þeir hafi ekki allir þar næturstað. Grindavíkurnefndin hefur lagt til að í sveitarstjórnarkosningum í vor verði þeim sem áttu lögheimili í Grindavík þegar rýmt var en hafa flutt sig síðan gefinn kostur á að melda sig inn á kjörskrá í Grindavík frekar en að kjósa þar sem þeir nú búa
Tugir og jafnvel hundruð þúsunda Búlgara knúðu í gær ríkisstjórn landsins til þess að standa við loforð sem hún gaf þjóðinni í síðustu viku en sveik skömmu síðar. Búlgaríuforseti segir bara eitt í stöðunni: Afsögn ríkisstjórnarinnar og nýjar kosningar - sem yrðu þær áttundu á rúmum fimm árum.
Ríó Tinto, sem á álverið í Straumsvík, hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist þess að úrskurður yfirskattanefndar fyrir tveimur árum verði felldur úr gildi. Deilan snýst um þóknun sem álverið hefur greitt móðurfélaginu sínu í hálfa öld.
Frumflutt
2. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.