Spegillinn

Tollar ESB á málmblendi frá EES, stýrivaxtalækkun og mál ríkislögreglustjóra

Utanríkisráðherrar EES ríkjanna verða á morgun í Brussel á fundi ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins. Fundurinn er haldinn í skugga þeirrar ákvörðunar um verndarráðstafanir sem Evrópusambandið ákvað á þriðjudaginn. Björn Malmquist fréttamaður ræddi þessi mál við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem kom til Brussel í dag.

Seðlabanki Íslands lækkaði í dagstýrivexti um 0,25 prósentustig. Anna Kristín Jónsdóttir leitaði álits Katrínar Ólafsdóttur deildarforseta viðskipta- og hagfræðideildar Háskólans í Reykjavík, á þessari ákvörðun og mögulegum afleiðingum hennar.

Ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttur þáverandi ríkislögreglustjóra undir fjögur augu nokkrum dögum áður en hún sagði af sér embætti. Fundurinn var haldinn á heimili ráðuneytisstjórans loknum vinnudegi. Forsætisráðherra segir ráðuneytisstjórann ekki hafa farið með nein skilaboð frá henni inn á fundinn. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um málið.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Frumflutt

19. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,