• 00:01:03Ein lítil bilun setur allt stjórnkerfið af stað
  • 00:08:32Kostir innviðafélags um samgöngur
  • 00:14:16Skelbætur

Spegillinn

Ein lítil bilun getur valdið meiriháttar viðbragði og innviðafélag getur margt leyst

Fjölþáttaógnir færðust nær Íslandi þegar loka þurfti Kastrup -flugvelli í Kaupmannahöfn vegna óþekktra dróna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir óvinveittum ríkjum hafa orðið ágengt með þennan hernað sinn; ein lítil og eðlileg bilun geti sett stjórnkerfið af stað.

Sérfræðingur í samgöngurannsóknum segir innviðafélag, líkt og innviðaráðherra vill stofna, ætti geta leyst úr fjölda verkefna sem lengi hafa legið ókláruð í vegakerfinu. Þar megi ekki einblína of mikið á jarðgöng. Mörg önnur verkefni séu afar brýn, eins og brúagerð og langir kaflar á hringveginum.

Útgerðarmenn og bæjaryfirvöld í Stykkishólmi kalla eftir ráðherra gefi út reglugerð um skel- og rækjubætur tafarlaust þrátt fyrir endurskoðun byggðakerfis í sjávarútvegi standi yfir. Þótt skelbætur hafi átt vera tímabundin ráðstöfun benda þau á gera þurfi upp ójafnvægi í úthlutun veiðiheimilda frá árdögum fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Frumflutt

30. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,