Í ársbyrjun 2022 voru rétt um 100 manns skráðir til heimilis á Bifröst - en þeim fjölgaði umtalsvert þegar stjórnvöld sömdu við háskólann og Borgarbyggð um að opna þar móttökustöð fyrir flóttafólk frá Úkraínu, eftir að Rússar réðust þar inn. Í dag búa þar 305 manneskjur, þar af 228 með úkraínskt ríkisfang.
Ekki voru og eru allir jafn sannfærðir um að þetta sé heppilegt athvarf fyrir fólk á flótta undan stríðsátökum. Friðsæld er vissulega óvíða meiri en í uppsveitum Borgarfjarðar, en í þorpinu er litla sem enga þjónustu að fá, það er fjarri öðru þéttbýli og almenningssamgöngur stopular svo vægt sé til orða tekið. Daria Peremot er læknir sem neyddist til að flýja heimili sitt í borginni Kharkiv í Úkraínu 2022 og flúði þá til Íslands. Hún hefur búið á Bifröst allar götur síðan og segir viðbrigðin mikil. Rætt er við hana og fjallað um aðstæður á Bifröst í Speglinum.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Frumflutt
24. júlí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.