Spegillinn

Lykkjuhneykslið á Grænlandi, samgöngur á Vestfjörðum og menningarstríð Bandaríkjanna og Evrópu

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Jens-Frederik Nielsen formaður grænlensku heimastjórnarinnar báðust formlega afsökunar á lykkjuhneykslinu í dag við athöfn í Katuq menningarhúsinu í Nuuk. Fjöldi kvenna var við athöfnina og sumar stóðu í sorgarklæðum því reiðin og sársaukinn hverfur ekki. Anna Kristín Jónsdóttir fylgdist með fundinum og ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing.

Göng undir Klettsháls gætu verið besti jarðgangakosturinn á Vestfjörðum ef marka greiningarvinnu fyrir nýtt svæðisskipulag í landshlutanum, og mikilvægasta vegabótin væri á veginum frá Bíldudal inn Arnarfjörð. Þegar rýnt er nánar í gögnin kemur þó fljótt í ljós enn skortir undirbúningsvinnu og rannsóknir til hægt taka afgerandi ákvarðanir. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um málið og ræðir við Gerði Björk Sveinsdóttur, sveitarstjóra í Vesturbyggð.

Það geisar menningarstríð milli Bandaríkjanna og Evrópu og það ristir dýpra en átök um viðskiptakjör og öryggismál. Þetta er meginniðurstaða nýrrar skýrslu sem kynnt var í Brussel í gær. Björn Malmquixt rýndi í skýrsluna fyrir Spegilinn.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður:: Kormákur Marðarson.

Frumflutt

24. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,