Spegillinn

Morðmál, ÍL-sjóður og tollastríð

Fjórir eru í haldi lögreglunnar á Suðurlandi, þar af þrjú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu. fjórði var handtkeinn í dag; þau sem eru í gæsluvarðhaldi eru landsþekktur ofbeldismaður, kona á fertugsaldri og piltur um tvítugt.

Málið hefur vakið óhug en maðurinn, sem er á sjötugsaldri, var skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést skömmu síðar.

Tollastríð Bandaríkjastjórnar við Evrópusambandið er skollið á fyrir alvöru og það gæti verið færast í aukana. Rúmur sólarhringur er liðinn síðan fyrstu aðgerðirnar tóku gildi - þegar Bandaríkjamenn hækkuðu tolla á stál og álvörur...nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Evrópusambandið um mótaðgerðir - og í dag byrjaði svo önnur umferð. Björn Malmquist hefur verið fylgjast með þróun mála í gær og í dag.

Um tuttugu ára sögu Íbúðalánasjóðs sem breyttist í ÍL-sjóð fyrir nokkrum árum virðist vera ljúka - með tillögum uppgjöri sem kynntar voru í vikunni. VIðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða sem eru stærstu kröfuhafar sjóðsins leggja til ríkissjóður gefi út skuldabréf fyrir 540 milljarða, til gera upp eldri skuld við ÍL-sjóð, og ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins.

Frumflutt

13. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,