Fíkniefnum smyglað um hafnir, kosningar í Brandenburg og fílar
Óttast er að minni hafnir í Evrópu verði í meira mæli notaðar til að smygla stórum sendingum af fíkniefnum í vöruflutningagámum. Á Íslandi er aðeins brotabrot af öllum þeim þúsundum gáma sem hingað eru fluttir gegnumlýstir í rúmlega sextán ára gömlum skanna.
Jafnaðarmannaflokkur Olafs Scholz kanslara Þýskalands, SPD, slapp kannski með skrekkinn í kosningum í Brandenburg um helgina en Scholz ekki, að dómi stjórnmálaskýranda.
Rúmlega 200.000 fílar lifia á verndarsvæði sem teygir sig til fimm landa í sunnanverðri Afríku; Angóla, Namibíu, Botsvana, Sambíu og Simbabve. Í síðastnefnda landinu er talið að fílarnir séu um 84.000 talsins – og þar hyggjast stjórnvöld fella um 200 dýr á næstunni þetta á að gera til að grisja stofninn lítillega og metta fólk sem sveltur á þurrkasvæði með kjötinu.
Frumflutt
23. sept. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.