Alþjóðamál á Alþingi og í Davos; Grænland, Bandaríkin, Úkraína, Gaza ...
Utanríkisráðherra flutti munnlega skýrslu um stöðu alþjóðamála á fimmtudag, þar sem hún lýsti gjörbreyttri stöðu í heimspólitíkinni, og þingmenn stjórnarandstöðu svöruðu málflutningi hennar. Samstaða var um óbilandi stuðning við Grænlendinga gegn ásælni Bandaríkjaforseta í land þeirra, en tekist var á um hvernig það yrði best gert. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman umræður dagsins.
Í framhaldinu ræddi Ævar Örn Jósepsson við þær Svanhildi Þorvaldsdóttur dósent við Háskóla Íslands og Birtu Björnsdóttur fréttamann um stöðuna í alþjóðamálum og þróun síðustu daga og vikna. Málefni Grænlands, Úkraína, Gaza og fleira kemur þar við sögu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Frumflutt
22. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.