Þeir sem bjóða sig fram og kjósa í sveitarstjórnarkosningum verða að eiga lögheimili í því sveitarfélagi og þar af leiðandi ólíklegt að brottfluttir Grindvíkingar geti kosið þar í vor segir Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum. Nokkuð lengi hefur verið rætt um að fækka sveitarfélögum og stefnt að því af mörgum að í hverju þeirra búi ekki færri en þúsund, en sú verður varla raunin í vor, segir Eva Marín í samtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur, enda um helmingur þeirra enn með undir 1.000 íbúum.
Í Speglinum í gær var rætt við Halldór Björnsson, fagstjóra loftslagsmála á Veðurstofunni, um þá miklu hlýnun sem orðið hefur á meginlandi Evrópu - og á Bretlandi - á undanförnum árum og áratugum og mun að öllum líkindum halda áfram - og um afleiðingar hennar. Svo virðist sem Evrópa hlýni um það bil tvisvar sinnum hraðar og meira en aðrir heimshlutar - og sumir hlutar Evrópu hlýna enn hraðar og meira . Það á sérstaklega við um norðurslóðir, og þar er Ísland ekki undanskilið, segir Halldór í viðtali við Ævar Örn Jósepsson.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Frumflutt
13. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.