• 00:00:00Kynning
  • 00:00:32Verkbann
  • 00:06:57Dómur í hryðjuverkamáli
  • 00:14:30Ariel Henry fellst á afsögn
  • 00:19:19Kveðja

Spegillinn

Harður hnútur í deilu VR og SA, sögulegur dómur í hryðjuverkamáli og afsögn á Haítí

Stjórn Samtaka atvinnulífsins samþykkti í dag efna til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á tugi þúsunda skrifstofumanna í VR. Ástæðan er yfirstandandi atkvæðagreiðsla um verkfall á annað hundrað VR-félaga í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA. Ofsafengið og óvænt viðbragð segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Tveir voru dæmdir fyrir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af ákæru um tilraun og til hryðjuverks og hlutdeild í tilrauninni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sögulegt segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur.

Ariel Henry, forseti Haítís lét undan þrýstingi og sagði af sér í gær en hvort það bætir hlutskipti Haítíbúa er óvíst. Vargöld ríkir í landinu og glæpagengi ráða lögum og lofum í höfuðborginni.

Frumflutt

12. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir