Spegillinn

Hvammsvirkjun, Stígamót kæra, Reiðhjólahvíslarinn reiður, Searchers

Spegillinn 16. júní 2023

Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson

Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra, segir framkvæmdaleyfi verði ekki veitt fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fyrr en gilt virkjanaleyfi liggur fyrir. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi við hann og Harald Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Stígamót hafa lagt fram tvær kærur síðustu daga vegna ofbeldis sem beinist gegn starfsfólki. Karitas M. Bjarkadóttir ræddi málið við Drífu Snædal, talskonu Stígamóta.

Bjartmar Leósson, sem hefur lagt sig fram um hafa upp á stolnum reiðhjólum segist langþreyttur á lögreglan sinni málaflokknum ekki betur. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglan reyni sitt besta. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman.

Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu dauðsfall George Floyd mögulegt. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá.

Hitamet sumarsins féll á Hallormsstað í dag þegar hitinn fór í 27,8 stig. Sólstrandarstemning er á Egilsstöðum sagði Sólveig Edda Bjarnadóttir veitingamaður. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana og Óla Þór Árnason veðurfræðing.

Hljómskálagarðurinn verður í smærra hlutverki í þjóðhátíðarhöldunum í Reykjavík en alla jafna vegna framkvæmda. Kristín Sigurðardóttir talaði við Guðmund Birgi Halldórsson viðburðastjóra.

Umræða um ráðherraskipti í ríkisstjórninni hefur verið óvenjuleg segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði; bæði vegna þess hve augljóst hefur verið Jón Gunnarsson vill sitja áfram og eins vegna óþols Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem tekur við. Í útlendingamálum hafi núningur milli stjórnarflokkanna kristallast. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.

Heildarneysla ferðamanna í fyrra var hátt í 650 milljarðar króna og er því í sögulegum hæðum því segir í frétt Hagstofu Íslands um hlut ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu. Benedikt Sigurðsson talaði við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar um stöðuna í greinininni.

The Searchers, ein elsta bítlahljómsveit heimsins, heldur sína síðustu tónleika á morgun eftir 67 ára feril. Ásgeir Tómasson rifjaði upp feril hennar.

Frumflutt

16. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir