Hvað ef Bandaríkin hertaka Grænland? Og: Fólk og aðstæður í Grindavík
Fátt ef nokkuð er meira rætt í okkar heimshluta akkúrat núna en ítrekaðar hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að yfirtaka Grænland, með góðu eða illu, hvað sem Danir eða Grænlendingar kunna að hafa við það að athuga, enda sé það bráðnauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Hvað gerist ef Trump stendur við stóru orðin? Liðast NATO í sundur og hvað gerist þá? Og hver verða áhrifin hér? Ævar Örn Jósepsson ræðir við Erling Erlingsson hernaðarsagnfræðing.
Bæði dómsmálaráðuneytið og Grindavíkurnefnd sendu ábendingu til Grindavíkurbæjar fyrir jól um að huga þyrfti sérstaklega að börnum og fólki í viðkvæmri stöðu sem þar búa. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Margrét Kristín Pálsdóttir, minnir á að óvissustig er enn í gildi. Freyr GígjaGunnarsson ræðir við hana.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Frumflutt
8. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.