Spegillinn

Fleiri andlát vegna covid en talið var og miðlunartillaga

Landlæknir telur líklegt dauðsföll vegna covid hafi verið um fjögur hundruð í fyrra, ekki rúmlega tvöhundruð eins og talið hefur verið til þessa.

Kjaraviðræður BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands við hið opinbera virðast í uppnámi. Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu SA og Eflingar í morgun.

250 fjár og 12 geitur drápust þegar fjárhús brann til kaldra kola á bænum Unaósi í Hjaltastaðaþinghá. Vonlaust var skepnunum út úr brennandi húsinu.

Búrfellslundur, fyrirhugað vindorkuver Landsvirkjunar við Búrfell, er vindaflsvirkjun sem verst kemur við ferða- og útivistargeirann mati faghóps rammaáætlunar og hagsmunaaðila í þessum greinum. Engu síður var hún flutt úr biðflokki í nýtingarflokk.

Andrés prins, bróðir Karls Bretakonungs, flytur inn í kot Harrys Bretaprins og Meghan eiginkonu hans eftir þau fengu útburðartilkynningu frá bresku hriðinni.

----

Í dag lagði settur ríkissáttasemjari Ástráður Haraldsson fram miðlunartillögu í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er í annað sinn sem slík tillaga er lögð fram í deilunni, en fyrri kom aldrei til atkvæðagreiðslu þar sem Landsréttur komst þeirri niðurstöðu hún hefði ekki verið boðuð með lögmætum hætti. Efnislega er nýja tillagan eins og fyrri, mestu leyti minnsta kosti.

Gamlar og vinalegar vindmyllur fyrri alda eru vinsælir áfangastaðir og myndefni ferðalanga víða um heim, enda huggulegar byggingar úr timbri og hlöðnum steini sem hafa yfir sér einhvern notalegan og jafnvel rómantískan blæ í hugum margra. Um vindmyllur nútímans gegnir öðru máli. Þær eru úr málmi, oftar en ekki alhvítar, skaga allt 200 metra upp í loftið, standa gjarnan margar saman og eru gjörsneyddar öllum sjarma - í hugum margra, í það minnsta. Ólíklegt því heita þær laði til sín ferðafólk í stórhópum en leiða því líkur þær stuði margan ferðalanginn sem hingað kemur til njóta náttúrufegurðar og ósnortinna víðerna, ef ekki er varlega farið. En þær framleiða rafmagn, og á þriðja tug vindorkuvera eru til skoðunar hjá Orkustofnun og faghópum fimmta áfanga rammaáætlunar. Anna Dóra Sæþórsdóttir, landfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands er formaður faghóps tvö, sem fjallar um áhrif virkjana á ferðaþjónustu og útivist. hópur hefur skipt landinu upp í 136 svokölluð ferðasvæði, þar sem horft er til tveggja meginþátta.

Formaður Viðreisnar segir samsetning ríkisstjórnarinnar hamli ákveðnum málum frekar en veita þeim brautargengi, og þess vegna hafi tillaga hennar um sérstaka varnarstefnu fyrir Ísla

Frumflutt

1. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir