• 00:00:08Kerfisvilla truflar hálfan heiminn
  • 00:05:49Ófrjósemisaðgerðir í USA

Spegillinn

Truflanir í tölvukerfum heimsins og ófrjósemisaðgerðum fjölgar í Bandaríkjunum

Það var ringulreið á flugvöllum heimsins, mörgum hverjum, í dag, raðirnar hlykkjuðust um og biðin var löng; um miðjan dag var búið aflýsa á annað þúsund flugferðum sem og fjölda skurðaðgerða, truflun varð á sjúkrahúsum, í fjármálastarfsemi og hjá fjölmiðlum vegna galla í hugbúnaðaruppfærslu frá fyrirtækinu Crowdstrike sem hafði svo áhrif á stýrikerfi frá Microsoft. Birna Íris Jónsdóttir framkvæmdastjóri Stafræns Íslands segir áhrifin hér hafi ekki verið víðtæk en vissulega bregði mönnum við slíkar fréttir.

Ófrjósemisaðgerðum á ungum Bandaríkjamönnum hefur snarfjölgað frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri niðurstöðu sinni í hinu víðfræga máli Roe gegn Wade, og felldi úr gildi stjórnarskrárvarin réttindi kvenna til þungunarrofs. Ragnhildur Thorlacius segir frá.

Frumflutt

19. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,