Brestir í Atlantshafsbandalagi og hávaxin og hápólitísk tré
Áberandi brestir eru komnir í samstöðu Bandaríkjanna og Evrópuríkja sem eru þó helstu stoðir Atlantshafsbandalagsins. Á öryggisráðstefnu í Þýskalandi um helgina var endanlega staðfest að bandarísk stjórnvöld hygðust semja beint við Rússa um lok Úkraínustríðsins, án svo mikið sem sýndarsamráðs við bandamenn sína í Evrópu og NATO, og án aðkomu Úkraínu að auki.
Nærri sex hundruð dagar liðu frá því að Isavia bað borgina um að bregðast við trjágróðri í Öskjuhlíð og þar til einhvers konar samkomulag náðist um hvaða tré væri brýnast að fella til að hægt yrði að opna austur/vestur-flugbrautina að hluta. Þegar skógarhögginu lýkur verður borgin búin að grisja rúmlega 600 tré úr skóginum sem kallaður hefur verið lunga borgarinnar.
Frumflutt
17. feb. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.