• 00:00:00Kynning
  • 00:00:15Svandís um framboðið
  • 00:08:07Landsfundur VG
  • 00:15:01Fjallkóngurinn - risarollur í Montana
  • 00:20:01Kveðja

Spegillinn

Landsfundur VG og risarollur í Montana

Fátt ef nokkuð getur komið í veg fyrir Svandís Svavarsdóttir verði næsti formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs þegar kosið verður um embættið á Landsfundi flokksins um helgina. Svandís tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Guðbrandssyni sem varð formaður þegar Katrín Jakobsdóttir hætti í stjórnmálum.

VG er í erfiðri stöðu og hefur ekki mælst með þingmann í síðustu könnunum. Fundurinn um helgina er því mikilvægur fyrir sögu þessa stjórnmálaflokks sem fagnar aldarfjórðungs afmæli á næsta ári og hefur, af þessum 25 árum, verið í ríkisstjórn í tólf ár. Rætt verður við verðandi formann og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur sem er á landsfundinum.

Arthur Schubarth er 81 árs gamall búgarðseigandi í Montana í Bandaríkjunum, sem um áratuga skeið hefur ræktað ýmsar fágætar og óvenjulegar skepnur á búgarði sínum. Dýrin selur hann svo aðallega fólki og fyrirtækjum sem sérhæfa sig í selja veiðileyfi á alls kyns skepnur á afgirtum veiðilendum í Texas og víðar.

Þetta eru einkum dýr á borð við fjallakindur, fjallageitur og hófdýr af ýmsu tagi, segir í umfjöllun The Guardian, og þótt einhverjum kunni þykja lítil reisn í því rækta og selja dýr í því augnamiði einu selja skotleyfi á þau á lokuðum svæðum þá er slíkt ekki ólöglegt.

Frumflutt

4. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir