Spegillinn

Vantar hjarta- og lungnalækna, skil við 18 ára aldur hjá fötluðu fólki

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Fastráðnir hjarta- og lungnaskurðlæknar á landinu eru aðeins tveir en þyrftu vera fjórir til fimm. Erlendir læknar í verktöku hafa verið fengnir til brúa bilið en það er dýrt og veldur álagi, segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjarta-, æða og krabbameinsþjónustu Landspítala. Benedikt Sigurðsson talaði við hana.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir horfa verði til nýrrar þekkingar á arfgerð sauðfjár í baráttu við riðu, miklu varið í varnargirðingar en það mætti ábyggilega vera meira.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þrjá fyrrverandi stjórnendur Brotafls í dag til greiða þrotabúi fyrirtækisins 86 milljónir króna. Þetta er annar dómurinn á tveimur mánuðum sem kveðinn er upp vegna rekstrar fyrirtækisins. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.

Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar er ósáttur við vera gerður blóraböggli nýrrar stjórnar eftir stofnunin var dæmd fyrir brot á jafnréttislögum. Alexander Kristjánsson sagði frá og talaði við Jón Ingvar.

Áhugamenn um skotvopn eru ósáttir við nýtt frumvarp dómsmálaráðherra, sem þrengir verulega söfnurum. Valur Grettisson tók saman og talaði við Guðjón Agnarsson, hjá Byssusmiðju Agnars.

Forráðamenn bandaríska fyrirtækisins Tupperware hafa áhyggjur af mögulegu gjaldþroti, Ísak Regal sagði frá.

---------------

Fatlað fólk kemur víða lokuðum dyrum eftir 18 ára aldri er náð. Aðstandendur eiga ekki lengur rétt á upplýsingum og geta ekki stutt börn sín eins og áður. Kerfið er grimmt mati framkvæmdastjóra Einhverfusamtakanna Sigrúnar Birgisdóttur. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana og Unni Helgu Óttarsdóttur, formann Þroskahjálpar.

Ummæli forseta Frakklands, Emmanuels Macrons í heimsókn hans til Kína um helgina, um nauðsyn þess Evrópa öðlist sjálfræði í öryggismálum, hafa vakið athygli og mismikla hrifningu síðustu daga. Macron er núna í í Hollandi og hélt þar áfram tala um sjálfræði Evrópu. Björn Malmquist fylgdist með frá Brussel.

Fresta verður 250 þúsund læknisaðgerðum vegna fjögurra sólarhringa verkfalls unglækna í Bretlandi. Þeir krefjast 35 prósenta launahækkunar. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í Emmu Runswick, varaformanni læknaráðs Bresku læknasamtakanna, Tal Ellenbogen unglækni og Steve Barcley heilbrigðisráðherra Breta.

Frumflutt

11. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir