Spegillinn

Sjómenn og veiðigjöld, mótmæli í Tyrklandi, aðstæður úkraínskra barna

Fiskverð skiptir sjómenn öllu, segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. Ef verð á uppsjávarfiski hefur verið vanmetið árum saman eiga sjómenn inni hjá útgerðinni og hljóta sækja það aftur í tímann - þó ekki enn ljóst hvernig. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Valmund.

Mótmæli brutust út í Istanbúl og fleiri borgum Tyrklands í liðinni viku, þegar út spurðist borgarstjórinn Ekrem Imamoglu hefði verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, sakaður um spillingu og hryðjuverkastarfsemi. Áður hafði Istanbúl-háskóli ógilt háskólagráðu hans, en háskólapróf er forsenda þess menn geti farið í forsetaframboð í Tyrklandi - en Imamoglu þykir manna líklegsastur til geta fellt Recep Tayyip Erdogan í forsetakosningum eftir þrjú ár. Sema Erla Serdaroglu stjórnmálafræðingur og aðjúnkt segir það ekki nýtt, ráðist pólitískum andstæðingum Erdogans með þessum hætti. Ævar Örn Jósepsson ræðir við hana.

Evrópuráðið ákvað nýlega skipa Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur fyrrverandi utanríkisráðherra sem sérstakan sendifulltrúa ráðsins í málefnum barna í Úkraínu. Þórdís var í síðustu viku í Kyiv til kynna sér aðstæður. Björn Malmquist fréttamaður var þá staddur í borginni og ræddi við Þórdísi.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kormákur Marðarson

Frumflutt

26. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,