Spegillinn

Skipsstrand, riða og Alþýðusambandsþing

Spegillinn 18. apríl 2023.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.

Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa í dag. Magnús Pálmar Jónsson stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni segir áhöfnina bera sig vel og ekki þörf á flytja fólk frá borði. Ekki verður reynt losa skipið í kvöld. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Magnús.

Búið er lóga öllu á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði og setja hræin í lekahelda gáma segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, urðunarstaður finnist vonandi fljótlega. Benedikt Sigurðsson talaði við hana.

1.373 börn fengu leikskólapláss á borgarreknum leikskólum Reykjavíkur í fyrsta hluta, úthlutunar ársins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar telur þetta á pari við síðustu misseri. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Helga.

Mörg hundruð manns koma undirbúningi fundar Evrópuráðsins sem verður í Reykjavík í maí segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir verkefnisstjóri alþjóðamála hjá forsætisráðuneytisins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við Rósu.

Kristinn starfsmaður bandarísku póstþjónustunnar USPS krefst þess halda hvíldardaginn heilagan. Krafa hans verður tekin fyrir í hæstarétti Bandaríkjanna í dag, og gæti niðurstaða hans haft mikil áhrif á réttindi starfsmanna á vinnustöðum. Róbert Jóhannsson tók saman.

------------

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands er nokkuð bjartsýnn á þingi þess í næstu viku takist félögum saman þó vissulega ágreiningur um ýmis mál hjá sambandinu. Öllu skipti ap ASÍ geti sem heild unnið saman brýnum verkefnum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.

Það styttist í fund Evrópuráðsins í Reykjavík. Fundinum fylgir mikil öryggisgæsla og umstang, Bjarni Rúnarsson sagði frá og rifjaði upp leiðtogafundinn í Höfða 1986. Glefsur með Ingva Hrafni Jónssyni, Gunnari Kvaran og Ómari Ragnarssyni.

Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins voru boðaðir til fundar í skyndi eftir lögregla greindi frá því 71 árs karlmaður væri í haldi vegna rannsóknar á fjármálum og fjármögnun flokksins. Colin Beattie gjaldkeri flokksins var reyndar ekki nafngreindur, en engin fór um grafgötur um hann væri handtekni. Ásgeir Tómasson tók saman. Nýkjörinn leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar, Humza Yousaf, varð klumsa við fréttirnar.

Frumflutt

18. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir