• 00:00:00Vopnahléi fagnað varlega
  • 00:05:00Vopnahlé - og hvað svo?

Spegillinn

Íslenskur dómur varpa ljósi á lögleysuna á Gaza og öryggismálin á þingi

Bæði Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur töldu hendur sínar bundnar í máli palestínsks manns sem héraðssaksóknari ákærði í sumar fyrir beita eiginkonu sína og börn hrottalegu ofbeldi á Gaza. Málið varpar ljósi á þá flóknu stöðu sem íbúar á Gaza búa við sem líkja við hálfgerða lögleysu.

Öll skilyrði eru til endurreisa íslenska kræklingarækt, sýni stjórnvöld vilja og stuðning, mati sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Eitt fyrirtæki ræktar núna bláskel hér á landi en þau voru tuttugu fyrir fáum árum. Þá er hvergi fylgst með eiturþörungum vilji fólk tína sér bláskel í matinn.

Það vakti mikla athygli um síðustu helgi fór maður inn í Alþingishúsið við Austurvöll kvöldlagi um opnar dyr og var þar alla nóttina. Öryggisvörður, sem síðan var sagt upp störfum, varð var við manninn snemma nætur en sannfærðist um hann ætti þar erindi. Það var ekki fyrr en við vaktaskipti um morguninn sem þingvörður komst því maðurinn væri í húsinu og kallaði til lögreglu. Við ræðum öryggismálin við nýjan skrifstofustjóra Alþingis.

Frumflutt

9. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,