• 00:00:00Kynning
  • 00:00:23Eldgos á Reykjanesskaga
  • 00:07:54Heitavatnslaust á Suðurnesjum
  • 00:12:42Gosið - Benedikt Ófeigsson
  • 00:18:47Kveðja

Spegillinn

Eldgos á Reykjanesskaga, heitavatnslaust á Suðurnesjum

8. febrúar 2024

Eldgos hófst skammt frá Svartsengi klukkan sex morgni 8. febrúar. Sex tímum síðar hafði hraun runnið yfir heitavatnslögnina, Njarðvíkuræðina, frá Svartsengi til þéttbýlisins á Suðurnesjum og eyðilagt hana, með þeim afleiðingum um 30.000 manns eru eða verða fljótlega án húshitunar og heits vatns og vegna þessa var lýst yfir neyðarstigi á öllum Suðurnesjum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræðir stöðuna við Víði Reynisson, sviðsstjóra hjá Almannavörnum.

Strax um hádegisbil var þrýstingur á hitaveitunni á Reykjanesskaga sums staðar orðinn svo lítill það var nánast orðið heitavatnslaust í einhverjum hverfum í Reykjanesbæ, og það sama gildir um Voga, og Suðurnesjabæ, það er segja Sandgerði og Garð, einhverju leyti í það minnsta, samkvæmt heimildum fréttastofu. Ævar Örn ræðir við Magnús Stefánsson bæjarstjóra í Suðurnesjabæ.

Gosið hófst af miklum krafti um klukkan sex morgni, en verulega var farið sljákka í því strax upp úr hádegi. Talað hefur verið um þetta gos minni mjög á þau gos sem á undan eru gengin á Reykjanesskaga síðustu misseri, og þá sérstaklega það sem varð 18. desember 2023. Einhver munur er þó á þessu gosi og öðrum - Ævar Örn ræðir við Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðing og fagstjóra hjá Veðurstofunni.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Frumflutt

8. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir