Spegillinn

Vegurinn yfir Öxi, loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna og ríkislögreglustjóri.

Þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk fyrst veður af 160 milljóna viðskiptum ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið Intru ráðgjöf, á mánudagskvöld í síðustu viku, beið hún ekki boðanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, var kölluð á teppið og langlundargeð ráðherrans var ekki mikið. Eftir fund í ráðuneytinu voru Sigríði gefnir fimm dagar til svara ítarlegri upplýsingabeiðni um þessi viðskipti. Í millitíðinni fundaði ráðherra aftur með ríkislögreglustjóra til ræða alvarlega stöðu hennar sem forstöðumanns.

Leiðtogar og sérfræðingar alls staðar úr heiminum safnast saman í brasilísku borginni Belém, þar sem þrítugasta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í dag með leiðtogafundi. Talað hefur verið um þetta eigi ekki vera ráðstefna umræðna og samningaþófs, heldur ákvarðana og aðgerða, því engan tíma missa. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir enn mögulegt markmiðum Parísarsamkomulagsins um halda hlýnun Jarðar innan 1,5 gráða umfram meðalhita fyrir iðnbyltingu.

Vegurinn yfir Öxi á sunnanverðum Austfjörðum liggur úr Berufjarðarbotni upp á Fljótsdalshérað. Mikilvæg samgönguæð mati heimamanna fyrir austan, þrátt fyrir þarna hlykkjóttur og ósléttur malarvegur. Þetta er innan við 20 kílómetra leið en nýr Axarvegur myndi stytta hringveginn um tæpa 70 kílómetra miðað við núverandi leið um Austfirði. Öxi er ekki síst mikilvæg leið fyrir íbúa á Djúpavogi eftir myndun sveitarfélagsins Múlaþings og þá sameiningu sem henni fylgdi.

Frumflutt

6. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,