• 00:00:00Kynning
  • 00:00:36Vegakerfið
  • 00:10:27Vígvæðing Evrópu
  • 00:19:09Kveðja

Spegillinn

Vegakerfi Íslands og vígbúnaður Evrópu

Þetta er langhlaup, segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, um ástandið í vegakerfinu. Komið krossgötum en vandinn verði ekki leystur með einu pennastriki heldur þurfi fimm til tíu ára átak. Samgönguráðherra hefur bent ríkisstjórninni á núverandi ástand feli í sér alvarlegan veikleika fyrir íslenskt samfélag. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Bergþóru.

Ráðamenn í Evrópu standa frammi fyrir gjörbreyttum veruleika í ljósi stefnubreytingar Bandaríkjastjórnar í Úkraínustríðinu og gagnvart hvorutveggja NATO-samstarfinu og stjórnvöldum í Rússlandi. Þetta hefur meðal annars leitt til þess Evrópusambandið boðar á annað hundrað þúsunda milljarða króna útjöld til varnarmála - eða, með öðrum orðum, til þess vígbúast. Þetta er mesti vígbúnaður í álfunni í 80 ár - og hann leggst ekki vel í alla. Ævar Örn Jósepsson rýnir í stöðuna og ræðir hana við sagnfræðinginn og hernaðarandstæðinginn Stefán Pálsson.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Frumflutt

10. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,