Kvikuhlaup við Grindavík, saumafólk mótmælir, 100 tonn af graskerjum
Jarðskjálftahrina norðan við Grindavík í dag er merki um kvikuhlaup. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur segir allt benda til þess að virknin sé á 3-4 km dýpi. HS orka fer yfir viðbragðsáætlanir og Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að íbúafundur verður haldinn í Grindavík á fimmtudag klukkan 17:30.
Gaza er orðinn grafreitur þúsunda barna og hætta er á að fleiri börn látist úr ofþornun. Þetta segir talsmaður Unicef í yfirlýsingu í dag.
Öryggismál og stríðsátök í heiminum eru mál málanna á þingi Norðurlandráðs í Noregi. Það segir sína sögu að dynurinn frá mótmælendum sem styðja Palestínu fyrir utan þinghúsið yfirgnæfði næstum því málflutning innan dyra.
Til stendur að fá þyngdarmörk sjúkraflugs hækkuð um 10-20 kg. Ekki er hægt að flytja sjúklinga þyngri en 135 kg með sjúkraflugi.
100 tonn af graskerjum hafa verið flutt til landsins - til að hrella saklausa borgara, börnum til skemmtunar.
Lögregla í Bangladess barðist í dag við starfsfólk í fataverksmiðjum sem lagði niður störf og krafðist þess að fá mannsæmandi laun fyrir vinnu sína. Fólkið saumar meðal annars föt fyrir stórfyrirtækin H&M og Gap.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.
Frumflutt
31. okt. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.