Breytingar á örorkukerfinu, friðun Eyjafjarðar, milljarða félagsskipti
Breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu sem tóku gildi í dag leggjast vel í formann ÖBÍ, sem óttast þó að hærri ráðstöfunartekjur skili sér misvel í vasa fólks.
Fylgi Framsóknarflokksins heldur áfram að dragast saman og mælist hann nú með fjögur og hálft prósent í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Forsætisráðherra Spánar boðar átak eftir mestu gróðurelda í sögu landsins í sumar. Stjórnvöld voru ekki nægilega vel undirbúin.
Innviðaráðherra skoðar leiðir til að tryggja 48 daga strandveiði næsta sumar.
Níu fyrrverandi yfirmenn sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna segjast aldrei hafa orðið vitni að framgöngu ráðherra sem komist í líkingu við störf núverandi heilbrigðisráðherra.
Frumflutt
1. sept. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.