Sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni segir það hafa verið vonbrigði þegar lögreglan fékk ekki heimild hjá dómstólum til að fylgjast með vændisstarfsemi í grónu íbúðarhverfi í Reykjavík.
Útlit er fyrir hrun í komu skemmtiferðaskipa til landsins á næstu tveimur árum ef stjórnvöld halda til streitu fyrirhugaðri gjaldtöku á þessi skip. Áhrifanna gætir hjá ferðaþjónustu og hafnarsjóðum sveitarfélaga um allt land. Sums staðar leggjast skipakomur nánast af og tekjutap hafnanna mælist í milljörðum.
Svartfjallaland gæti orðið næsta aðildarríki Evrópusambandsins, árið 2027, haldi svo fram sem horfir í aðildarferlinu. Þetta er niðurstaðan í árlegri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um stöðuna í þeim tíu ríkjum sem eru á lista yfir umsóknarríki. Framkvæmdastjórnin segir að Georgía sé nú orðið umsóknarríki aðeins að nafninu til.
Frumflutt
4. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.