Forsætisráðherra ræðir um tollaskjól og skipulögð brotastarfsemi
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ræddi í dag við forystu Evrópusambandsins um tollamál og hvernig Ísland gæti komist hjá því að lenda á milli í tollastríði Evrópu og Bandaríkjanna. Hún segir að sín skilaboð hafi komist skýrt og milliliðalaust til skila. Kristrún hefur áhyggjur af áhrifum þess á íslenskan útflutning ef ESB bregst hart við því ef vörur sem ekki eigi greiða leið inn á Bandaríkjamarkað flæði inn á þann Evrópska.
Skipulögð glæpastarfsemi hefur náð að festa hér rætur og birtist með ýmsum hætti. Þingmennirnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Grímur Grímsson ræddu um hvernig bregðast megi við. Þau telja bæði að styrkja þurfi heimildir lögreglu til afbrotavarna.
Frumflutt
9. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.