Dráp blaðamanna er stríðsglæpur og öryggi ferðamanna
Ísraelsher drap fimm fréttamenn Al-Jazeera á Gaza í gær með sprengjuárás. Árásir og dráp á fréttamönnum flokkast sem stríðsglæpir, líkt það að Ísraelsstjórn hindri það að lífsnauðsynleg hjálpargögn berist til Gazabúa. Ísraelsher segir að einn fréttamannanna hafi verið hryðjuverkamaður. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ömurlegt að Ísrael beini árásum sérstaklega að blaðamönnum og reyni að koma í veg fyrir að almenningur fái þaðan fréttir.
Setja á upp lokunarpóst í Reynisfjöru og rautt ljós kviknar þar fyrr en áður. Þetta er gert til að reyna að forða frekari slysum í fjörunni. Arnar Már Ólafsson forstjóri Ferðamálastofu segir að unnið sé að því að bæta öryggi í ferðaþjónustu,
Frumflutt
11. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.