• 00:00:00Kynning
  • 00:00:19Samtök Iðnaðarins um tollastríð
  • 00:09:42Ísrael og alþjóðalögin
  • 00:19:49veðja

Spegillinn

Tollheimta Trumps og óviss áhrif á íslenskan iðnað og magnleysi alþjóðastofnana gagnvart stríðsglæpum

Tilkynningar Donalds Trumps um tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna var beðið nokkuð lengi. Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir íslenskar vörur þó mestur vöruútflutningur héðan til Evrópu. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir enn erfitt átta sig á hver áhrif tollheimtunnar verða, þó jákvætt dregið hafi úr óvissu og íslenskar vörur lendi í lægsta tollþrepi 10%.

Frá því Ísraelar rufu vopnahléð við Hamas 18. mars hafa þeir drepið á annað þúsund almennra borgara á Gaza með beinum árásum og svelt hundruð þúsunda með því loka á alla neyðaraðstoð og drepið starfsfólk hjálparsamtaka og Sameinuðu þjóðanna. Þeir komast enn upp með fremja stríðsglæpi nánast dag hvern í skjóli Bandaríkjanna og aðrar þjóðir gera ýmist ekki neitt eða senda frá sér yfirlýsingar. Jafnvel Sameinuðu þjóðirnar engu breytt með öllum sínum fordæmingum og brýningum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Kára Hólmar Ragnarsson dósent í lögfræði við Háskóla Íslands og sérfræðing í þjóðarétti.

Frumflutt

3. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,