• 00:00:08Amnesty sakar Ísraela um þjóðarmorð
  • 00:08:33Utanríkisráðherrafundur NATO
  • 00:14:12Sendiherra Trumps fær nýja bústaðinn

Spegillinn

Amnesty segir Ísraela seka um þjóðarmorð og utanríkisráðherra á Natófundi

Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International saka Ísraelsmenn um fremja hópmorð, eða það sem í daglegu tali er kallað þjóðarmorð, í hefndarstríðinu sem þeir hófu á Gasa í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas í Ísrael 7. október í fyrra. Þetta er afrakstur viðamikillar rannsóknar samtakanna á framgöngu Ísraelshers og ísraelskra yfirvalda frá fyrsta degi og fram í júlíbyrjun, og rennir stoðum undir málatilbúnað Suður-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og mál Alþjóðlega glæpadómstólsins gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og fyrrverandi varnarmálaráðherra hans

Skemmdarverk, netárásir og tilraunir til skapa sundrungu í vestrænum samfélögum - þetta var á dagskrá utanríkisráðherra NATO ríkjanna sem komu saman í Brussel í gær - og það er vaxandi vitund um þetta tengist átökunum í Rússlandi. Björn Malmquist, fréttamaður okkar í Brussel fylgdist með þessum fundi.

Þegar bandaríska sendiráðið fékk augastað á föngulegu húsi við Sólvallagötu fjórtán fyrir þremur árum var utanríkisráðuneytið látið vita. Og þegar bandaríska utanríkisþjónustan gekk frá kaupunum varð Sólvallagata fjórtán ekki lengur venjulegt hús í grónu og friðsælu íbúðahverfi heldur hluti af alþjóðlegum skuldbindingum

Frumflutt

5. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,