• 00:00:08Trump og Harris tókust á
  • 00:12:33Ferðasumarið fyrir norðan og víðar

Spegillinn

Kappræður Trump og Harris, ferðasumarið á Norðurlandi

Fyrstu - og mögulega einu - kappræður Donalds Trumps og Kamölu Harris fóru fram í nótt. Eins og við var búist voru stóru orðin hvergi spöruð, ásakanir gengu á víxl, þar á meðal um lygar og blekkingar, og töluvert var um persónuárásir - en málefnin fengu líka sitt pláss. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Benedikt Jóhannesson ræða kappræðurnar við Ævar Örn Jósepsson.

Tuttugu til þrjátíu prósent færri erlendir ferðamenn gistu á Norðurlandi í sumar en áætlað var og munar þar mest um afbókanir ferðaskrifstofa á stórum hópum. Ferðamenn á eigin vegum skiluðu sér hinsvegar vel þó það nái ekki vega fullu upp afbókanir. Miklar vonir eru bundnar við aukið flug erlendra flugfélaga til Akureyrar yfir veturinn minnki árstíðasveiflur í ferðaþjónustunni. Ágúst Ólafsson ræðir við Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Frumflutt

11. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir