Spegillinn

Samkeppnislagabrot skipafélaga, vonskuspá og fjaðrafok vegna Nóbels

Spegillinn 1. september 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður segir fyrirtæki sem urðu fyrir tjóni af samráði Eimskips og Samskipa séu farin stíga fyrstu skrefin til sækja rétt sinn.

Viðbúnaður er í Grindavíkurhöfn vegna stórstreymis og vonskuveðurs. Sigurður Arnar Kristmundsson hafnarstjóri segir búist við ölduhæð nái átta metrum þar annað kvöld og hætta á flóði. Haukur Holm talaði við hann.

Ekki var fallist á kröfu kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North um lögbann á hvalveiðar Hvals.

Ljósmæður á Norðurlandi hafa áhyggjur af fækkun ljósmæðra á landsbyggðinni. Þær telja hún geti stafað af því fjarnám er ekki í boði í ljósmóðurfræði.

Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræddi við Ingibjörg Jónsdóttur formann Norðurlandsdeildar Ljósmæðrafélags Íslands.

París varð í dag fyrst höfuðborga Evrópu til banna rafskútur í skammtímaleigu á götum borgarinnar. Hjólin verða flutt út fyrir borgina og til nágrannaríkjanna. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá.

-----------------------

Forstjórar Samskipa og Eimskips fóru saman í veiði og í ferðalög til útlanda, þótt þeir segðu Samkeppniseftirlitinu þeir þekktust vart eða jafnvel hötuðust. Stjórnendur réðu ráðum sínum um samkeppnisbrot á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg.

Samkeppniseftirlitið mælist til þess stjórnvöld ráðist í aðgerðir til draga úr samkeppnishindrunum á flutningamarkaði, auka aðhald og efla þannig samkeppni. Benedikt Sigurðsson fréttamaður ræddi við Pál Gunnar Pálsson forstjóra Samkeppniseftirlitsins.

Öllum sendiherrum ríkja sem eiga sendiráð í Svíþjóð er boðið til verðlaunafhendingarinnar sjálfrar en í fyrra var sendiherrum Rússlands, Belarús og Írans ekki boðið. Boðið hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnmálamönnum sem segjast sumir hverjir ekki tilbúnir mæta með fulltrúum ríkis sem geri daglega grimmilegar og viðurstyggilegar árásir á Úkraínu.

Frumflutt

1. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir