Slagurinn um yfirráðin í borgarstjórn, friðaráætlun fyrir Úkraínu og umræða um Hafrannsóknastofnun á Alþingi
Það er smám saman að komast mynd á það hvernig flokkarnir í Reykjavík ætla að raða á sína lista fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Slagurinn um yfirráðin í borginni er á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur það ekki skipta sköpum fyrir ríkisstjórnina hverjir fara með völd í þessu langstærsta sveitarfélagi landsins.
Friðaráætlun fyrir Úkraínu, sem Bandaríkjaforseti lagði blessun sína yfir, er óþægilega í takt við hugmyndir Rússa að mati Erlings Erlingssonar hernaðarsagnfræðings. Það sé erfitt að upphafspunktur viðræðna sé óskalisti Rússlandsforseta. Hann efast líka um að Rússar myndu samþykkja tillögurnar.
Staða Hafrannsóknastofnunar var til umræðu á Alþingi í dag. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, hóf máls á þessum málaflokki og lagði spurningar fyrir atvinnuvegaráðherra. Hann var gagnrýninn í sinni framsögu og velti upp ýsmsum hugmyndum um nýjungar í hafrannsóknum.
Frumflutt
24. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.