Tollastríðið magnast, Landsvirkjun og ríkið takast á og stjórnarmenn af landsbyggðinni vantar
Bandaríkjaforseti linnir ekki yfirlýsingum um frekari tollheimtu. Hann ætlar að leggja 50% viðbótartolla á kínverskar vörur ef Kínverjar leggja refsitolla á bandarískar vörur. Verð á hlutabréfamörkuðum féllu um allan heim, líka þeim bandaríska eftir nokkrar sveiflur á deginum.
Landsvirkjun og ríkið hafa ekki náð saman um hvernig eigi að greiða fyrir vatnsréttindi Hvammsvirkjunar og landsréttindi vegna vindorkuversins í Vaðöldu. Báðum þessum deilum hefur verið vísað til gerðardóms. Miklir hagsmunir eru í húfi.
Enginn í nýkjörinni stjórn Landsnets býr utan stórhöfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra segir þetta þvert á gildandi byggðaáætlun. Fá opinber fyrirtæki eigi jafn mikilla hagsmuna að gæta um allt land og Landsnet.
Frumflutt
7. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.