Spegillinn

Hernaður Ísraels á Gaza - þjóðernishreinsanir og/eða þjóðarmorð?

Það líður ekki dagur ekki berist fréttir af grimmdarverkum Ísraelshers gegn almenningi á Gaza , framin fyrirskipan ísraelskra stjórnvalda, með vopnum og stuðningi frá Vesturlöndum.

Ísraelsher hefur drepið nær 60.000 Palestínumenn frá því nýjasti kaflinn í stríði Ísraela og Palestínumanna hófst í október í fyrra, langflesta almenna borgara og meirihlutann konur og börn.

Herinn hikar enda ekki við gera loftárásir á íbúðahverfi, sjúkrahús, markaði, skóla og jafnvel flóttamannabúðir.

Heilu sveitirnar, þorpin, bæirnir og jafnvel borgir eru rýmd, lögð í rúst með sprengjuregni og loks jöfnuð við jörðu með stórvirkum vinnuvélum.

Þá vinna Ísraelsstjórn og Ísraelsher því svelta alla Gazabúa, óháð aldri, kyni og öðru, með því hleypa nánast engum hjálpargögnum inn á Gaza og takmarka dreifingu þess litla sem inn fer við örfáar dreifingarstöðvar þar sem herinn ræður ríkjum.

Ráðamenn í Ísrael hafa líka viðrað áætlanir um reisa það sem þeir kalla mannúðarborg á rústum Rafah-borgar syðst á Gaza, þar sem ætlunin er koma um 600.000 Palestínumönnum fyrir til byrja með, en fjölga þeim svo í áföngum þar til allir Gazabúar, rúmar tvær milljónir, verði vistaðir þar.

Og hér er ekki allt upp talið. Spurt er, eru Ísraelsstjórn og Ísraelsher fremja þjóðarmorð eða þjóðernishreinsanir gegn Palestínumönnum? Ævar Örn Jósepsson ræðir við Magneu Marínósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kormákur Marðarson

Frumflutt

23. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,