Nær ómögulegt fyrir ráðherra að skilja persónu sína frá embættinu, ofbeldi í skólum og rángeitungar
Það er mjög erfitt, allt að því ómögulegt fyrir ráðherra að aðskilja sig og sína persónu frá embættinu segir Kári Hólmar Ragnarsson dósent við lagadeild HÍ. Rætt við hann um orð mennta-og barnamálaráðherra sem sagðist ekki gera ráð fyrir réttlæti hjá dómstólum. Þó að ráðherra hafi beðist afsökunar á þessu er ekki víst að það dugi til.
Ofbeldi meðal barna er ekki nýtilkomið en tilfelli koma upp hjá sífellt yngri börnum, segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands.
Einn asískur rángeitungur drepur allt að fimmtíu býflugur á dag og þeir tortíma iðulega heilu býflugnabúunum, því evrópska býflugan illa í stakk búin að verjast árásum þessara aðkomukvikinda.
Frumflutt
14. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.