Réttarhöldin í Þorlákshafnarmálinu og bæklunarlæknirinn sem hætti
Fjögurra daga aðalmeðferð í Þorlákshafnarmálinu svokallaða lauk í dag þegar saksóknari og verjendur sakborninga fóru yfir málflutning sinn. Fimm eru ákærð, þrír menn fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun. Á ýmsu hefur gengið við rannsókn þessa umfangsmikla máls, til að mynda reyndi einn sakborningur að fá annan til að taka alla sökina á sig og skipta um lögmann á meðan þeir sátu í gæsluvarðhaldi.
Sveitarfélögum landsins fer fækkandi og þau sem eftir standa verða um leið fjölmennari. Sameiningar sveitarfélaga þurfa þó alltaf að hljóta samþykki íbúa í kosningum og sums staðar á landinu halda fámennar sveitir fast í sjálfstæði sitt. Þriðja fámennasta sveitarfélag landsins er Skorradalshreppur, sem hefur ítrekað hafnað sameiningu við aðrar sveitir við Borgarfjörð.
194 sjúklingar fengu skilaboð í gegnum kerfi Landspítalans eftir að bæklunarlæknir í hlutastarfi fletti þeim upp í sjúkraskrá. Þetta voru allt sjúklingar að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þeim boðið að koma í skoðun á stofu sem læknirinn starfaði á.
Frumflutt
29. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.