Spegillinn

Kvikuinnskot, bankahagnaður, afkoma bænda. loftslag og Brim

26. október 2023.

Kvikuinnskot gæti verið myndast undir Fagradalsfjalli og mikil jarðskjálftavirkni er þar enn.

Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega ekki liggi fyrir hvað taki við, þegar ívilnanir vegna kaupa á rafbílum falla niður um áramót. Á meðan taki fólk dýr bílalán á hærri vöxtum en dráttarvextir voru fyrir fáum misserum

Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um samtals 60 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins.

Ófremdarástand ríkir í borginni Acapulco í Mexíkó þar sem fellibylurinn Otis grandaði minnst 27 manns.

Rússar gagnrýna fyrirhugaðar viðræður um frið í Úkraínu á Möltu um helgina, sem þeim hefur ekki verið boðið taka þátt í.

-------

Bændur þurfa greiða 8,6 milljarða króna með framleiðslu sinni síðustu tvö ár og nær sextán milljarða króna hækkun á rekstrarkostnaði síðustu tveggja ára hefur þegar verið velt út í verðlagið. Samt vantar tólf milljarða til bændur geti greitt sér lögbundin lágmarkslaun. Ungir bændir segja neyðarástand í greininni og nýliðun ógnað ef ekki verður gripið til tafarlausra aðgerða.

Forstjóri Brims segir fyrirtækið þegar hafa gert mikið til minnka sótspor útgerðarinnar, og hafa byrjað á því fyrir margt löngu, einfaldlega af hagkvæmnisástæðum. Hann segist ekki hafa orðið var við mikil áhrif loftslagsbreytinga á starfsumhverfi Brims og hreinlega ekki vita hvort það muni breytast í náinni framtíð.

Frumflutt

26. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir