Spegillinn

Uppkaup fasteigna í Grindavík, Brjósta- og leghálsskimun, Alexei Navalní

Töluvert hefur dregið úr þátttöku kvenna í brjósta- og leghálsskimun síðustu ár. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ölmu Möller landlækni og Ágúst Inga Ágústsson, yfirlækni hjá Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana.

Á fjórða hundrað umsagnir bárust um drög stjórnarfrumvarpi um uppkaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík, vegna hamfaranna sem dunið hafa yfir bæinn og enn standa yfir í næsta nágrenni hans. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Sigurð Orra Hafþórsson, lögmann Húseigendafélagsins.

Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní lést í dag í fangelsi í Síberíu. Leiðtogar víða um hinn vestræna heims hafa minnst hans í dag. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Frumflutt

16. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,