Spegillinn

Trump, Úkraína, Evrópa og Nató, mögulegar hagræðingaraðgerðir á Landspítalanum og í heilbrigðiskerfinu öllu

„Við áttum gott símtal, yfir klukkutíma langt, og ég átti líka gott símtal við Zelensky eftir það,“ sagði Donald Trump á fréttafundi í gær, aðspurður um símtal þeirra Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Þetta símtal og yfirlýsingar Trumps og varnarmálaráðherra hans um friðarviðræður við Rússa, útlokun á NATO-aðild Úkraínu og fleira, vöktu mikil viðbrögð meðal bandamanna Bandaríkjanna í NATO. Ævar Örn Jósepsson fer yfir helstu ágreiningsmál og Björn Malmquist ræðir við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, sem sótti hvorutveggja fund varnarmálaráðherra NATO í dag og stuðningsríkja Úkraínu í Brussel í gær.

Landspítalinn er stærsta stofnun ríkisins - þar vinna sex þúsund og þrjú hundruð manns og árlega renna þangað hundrað milljarðar, sirka sjö prósent af heildarútgjöldum. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sendi forsætisráðherra og fjármálaráðherra hagræðingartillögur í lok janúar, beiðni ráðherranna. Hann segir Landspítalann alltaf þurfa meira því verkefnin séu alltaf aukast og það ekkert sér-íslenskt vandamál heldur þekkist líka í nágrannalöndunum. Stöðugt verið reyna hagræða innan spítalans til geta aukið þjónustu. Freyr Gígja Gunnarsson talaði við Runólf.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kormákur Marðarson

Frumflutt

13. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,