Það fer ekki framhjá neinum að á morgun verða haldnar forsetakosningar vestur í Bandaríkjunum. Þar takast þau á, Kamala Harris, frambjóðandi Demókrata, og Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana. Nú er innan við sólarhringur þar til fyrstu kjörstaðir verða opnaðir og enn er allt í járnum, varla tölfræðilega marktækur munur á frambjóðendunum, hvorki á landsvísu né í hinum svokölluð sveifluríkjum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Björn Malmquist fréttamann, sem er í einu þessara ríkja, Pennsylvaníu.
Kynjamunur er ekkert nýtt í bandarískum stjórnmálum, þar sem konur hafa verið hallari undir Demókrata og karlarnir snoknari fyrir Repúblikana síðustu fjóra áratugi hið minnsta. En munurinn hefur aldrei verið jafnmikill og afgerandi og nú, og hefur raunar tvöfaldast á síðustu tuttugu og fimm árum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem birt fyrir tveimur vikum eða svo. Samkvæmt henni munar heilum þrjátíu prósentustigum á fylgi Harris og Trumps meðal kvenna sem hyggjast nýta atkvæðisrétt sinn, Harris í vil, en hjá körlum er munurinn 12 prósentustig, Trump í hag. Þetta er talið geta ráðið úrslitum í hnífjöfnum kosningum. Ævar Örn Jósepsson segir frá.
Stjórnmálaflokkarnir geta ekki hagað sér eins og þeir vilja þegar þeir reyna að ná til kjósenda á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlarnir sjálfir hafa sett ákveðnar reglur sem flokkarnir verða að virða og áhrifavaldar sem þiggja greiðslu frá stjórnmálaafli geta átt á hættu að vera úthýst frá Tiktok. Freyr Gígja Gunnarsson kynnti sér málið og ræddi við Elfu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred.
Frumflutt
4. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.