Tæknimönnum á vegum héraðssaksóknara tókst í mars á síðasta ári að finna afrit gamalla samskiptagagna á gamalli tölvu Jóhannesar Stefánssonar. Meðal annars afrit af gömlum, löngu glötuðum farsíma Jóhannesar. Þúsundir skilaboða, sem Jóhannes sendi, en líka þau skilaboð sem hann fékk send á nokkurra ára tímabili.
Til dæmis samskipti Jóhannesar við marga af þeim níu fyrrverandi samstarfsmönnum hans, sem eins og hann eru undir í rannsókn á mútu- og spillingarbrotum Samherja í Namibíu.
Þessi samskiptagögn veita enn betri innsýn í gangverk Samherja en um leið talsvert aðra en þá sem forstjórinn og fyrirtækið sjálft hefur teiknað upp.
Frumflutt
11. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.