Rándýrar viðgerðir á sumarbústað forsætisráðherra og borgarstefna
Framkvæmdir og viðgerðir á forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum kostuðu 609 milljónir. Þegar framkvæmdir hófust haustið 2021 áttu þær aðeins að standa í nokkra mánuði - en þeim lauk ekki fyrr en síðasta sumar.
Tillögur um Borgarstefnu Íslands hafa færst verulega frá þeirri upphaflegu framtíðarsýn að Akureyri verði svæðisborg. Þetta er álit lektors við Háskólann á Akureyri. Engin þörf sé fyrir höfuðborgarstuðning til Reykjavíkur sem útlistaður sé í nýrri þingsályktunartillögu. Nær væri að búa til fleiri smáborgir á Íslandi.
Þegar almenningur hugsar um almannavarnir tengir hann þær fyrst og síðast við eldgos, óveður, snjóflóð og aðra náttúrvá... og kannski Víði Reynisson á upplýsingafundi um COVID.
Þegar fyrstu almannavarnalögin voru sett árið 1962 voru forystumenn ríkisstjórnarinnar hins vegar ekki með hugann við eldfjöll, skriður, rauðar veðurviðvaranir og veirur heldur atómsprengjur og tortímingu mannkyns.
Frumflutt
28. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.